TÖFRAMÁTTUR ÞAKKLÆTIS
Komiði sæl kæru vinir.
NÁMSKEIÐ
Langar þig að upplifa ef til vill betra haust og vetur en áður? Langar þig að læra að bæta líf þitt til frambúðar? Langar þig að öðlast betri líðan í lífinu, betri samskipti, betra heilbrigði og meiri nægtir? Þá er þetta námskeið einstakt tækifæri!
Ef nógu mikil þáttaka næst langar mig til að fara af stað með námskeið núna laugardaginn 31 ágúst sem kallast TÖFRAMÁTTUR ÞAKKLÆTIS. Aðdragandi þessa námskeiðs er mín reynsla af markvissri iðkun þakklætis samkvæmt bókinni Magic síðastliðið haust ásamt manninum mínum sem ég skrifaði síðan grein um síðustu áramót og sendi til ykkar og er á vefsíðunni minni „hér“.
Mér þótti það það merkileg reynsla og þessi vetur og sumar svo einstaklega gott og ánægjulegt með þessari áframhaldandi iðkun (þrátt fyrir ýmsar erfiðar áskoranir á tímabilinu) að mig langar núna til að deila þessari reynslu með öðrum og styðja við aðra sem myndu vilja kanna víddir þakklætis með mér sem og öðru sem ég get miðlað í átt að betri líðan og lífi.
Námskeiðið myndi samanstanda af því að hittast laugardaginn 31 ágúst frá 10-12 (12.30) í Rósinni, Bolholti 4, 4 hæð, og síðan einu sinni í mánuði fram að jólum og 4 sinnum eftir áramót fram að vori til að koma saman, bera saman bækur okkar, sjá hvað er að koma upp varðandi þessa iðkun, hvernig gangi, hvaða stuðning þið þurfið, og til að veita áframhaldandi fræðslu, upplýsingar & innblástur. Nánari dagsetningar eru her að neðan
NÁMSGÖGN
Fyrir námskeiðið (eða í kringum fyrsta hitting lau 31/8) þyrftuð þið að verða ykkur úti um eintak af bókinni Magic, eftir Rhondu Byrne, sjá upplýsingar að neðan hvernig best er að nálgast það. Eftir fyrirlesturinn/námskeiðið lau 31 ágúst myndu þáttakendur vinna sjálfir á sínum hraða þetta 28 daga prógram sem er í þessari góðu bók. Síðan kæmum við saman eins og áður segir mánuði síðar og svo koll af kolli til að bera saman bækur, spurt og svarað o.s.frv. og veitt hvort öðru innblástur.
Athugið! Einföld, auðveld og ekki flókin heimavinna! Þetta 28 daga prógram af iðkun þakklætis í bókinni Magic er ekki flókið og þarf alls ekki að taka langan tíma á hverjum degi. Það er heldur engin krafa að það þyrfti að gera það 28 daga dag eftir dag! Ég geri mér grein fyrir miklum önnum oft hjá fólki og hver og einn myndi vinna þessa 28 daga á eigin hraða en þó með skuldbindingu að fara í gegn um það yfir veturinn og stunda markvisst iðkun þakklætis daglega á mjög einfaldan hátt með leiðum sem nefndar eru í bókinni eða sem ég mun fara yfir á námskeiðinu 31 ágúst og yfir veturinn. Leiðir sem er auðveldlega hægt að innleiða inn í amstur og annir dagins!
MÍN VON
Von mín væri að þið gætuð átt ánægjulegan og árangursríkan vetur með þessari iðkun og að þið fengjuð þar veglegan grunn og stuðning til að viðhalda góðri og sífellt betri líðan með þessari huglægu rækt og hækkun tíðni orkusviðsins sem iðkun þakklætis leiðir af sér.
Það getur verið einmanalegt að iðka svona huglæga rækt einn og því gæti verið gefandi að hafa hóp sem kemur reglulega saman og veitir stuðning.
Ég finn ástríðu hjá mér fyrir þessu því mér finnst þetta skipta gríðarlegu máli sem leið til betra lífs og vil gjarna deila minni reynslu og þekkingu með ykkur eftir mína 10 ára reynslu núna af námi og kennslu við Barböru Brennan School of Healing, sem og samtalsmeðferðar & heilunarvinnu í Rósinni, og um það bil 30 ára reynslu af huglægri og andlegri rækt.
Ég læt hér fylgja hlekk sem þið getið smellt á „hér“ til að skoða 7 vísindalegar sannaðar niðurstöður um gagnsemi þess að stunda þakklæti.
Verð er 24.000kr fyrir allan veturinn, 8 skipti, og dagsetningar eru eftirfarandi:
Lau 31. Águst. 10-12 (12.30) lau 28. Sept. 10-11.30 (12)
lau 26. Okt. 10-11.30 (12) lau 30. Nóv. 10-11.30 (12)
lau 11 jan. 10-11.30 (12) lau 22. Feb. 10-11.30 (12)
lau 4. Apríl. 10-11.30 (12) lau 9. Maí. 10-11.30 (12)
Það er auðvitað ekki krafa að þið mætið í öll skiptin. Ef þið getið ekki mætt einhverjar dagsetningar þá er það alveg í lagi, en þið hafið aðgang að öllum þessum skiptum yfir veturinn og auðvitað gott að geta nýtt sér að mæta til að fá stuðning og innblástur í góðum hópi. En heildargreiðsla er 24.000kr sama hversu oft þið mætið.
SKRÁINING OG SKRÁNINGARGJALD
Ég bið ykkur um að láta mig vita sem fyrst ef þið viljið skrá ykkur með tölvupósti á johanna@heilunjohannajonas.is
Skráningargjald 12.000kr greiðist við skráningu annað hvort með kreditkorti (þá sendi ég á ykkur greiðslubeiðni með tölvupósti sem þið greiðið á netinu) eða millifærslu. Seinni greiðslan greiðist í vikunni fyrir námskeiðið eða með kreditkorti í posa námskeiðisdaginn 31 ágúst. Með þessum hætti getið þið dreift greiðslunni á tvo kortatímabil eða borgað með tveimur millifærslum sitthvorn launamánuðinn. Auðvitað er líka hægt að greiða fyrir námskeiðið við skráningu að fullu.
KAUP Á BÓKINNI MAGIC
Bókina Magic er annað hvort hægt að nálgast á Kindle (hægt að kaupa hana á amazon.com (með því að smella á amazon.com hér að framan þá opnast hlekkur á bókina þar) sem Kindle útgáfu og annað hvort að hlaða því niður á Kindle lestrartæki eða á Kindle app sem hægt er að hlaða niður á snjallsíma eða ipad). Einnig er hægt að kaupa bókina á amazon.uk (amazon í Bretlandi (ef þið smellið á linkinn að framan þá opnast hlekkur á bókina þar.)) og fá hana senda með einföldum hætti til landsins. Það er ekki krafa að bókin sé komin í ykkar hendur fyrir lau 31 ágúst en það væri auðvitað betra svo þið getið strax hafist handa við að vinna þetta 28 daga prógram. Bókin er því miður eingöngu til á ensku.
Athugið líka! Ef þið komist alls ekki 31 ágúst en langar samt að vera með í vetur látið mig þá vita og ég skal kanna leiðir til að þið getið tekið þátt þrátt fyrir að missa af 31 ágúst.
Ég hlakka mikið til að taka þátt í þessari tilraun með ykkur með von um allt hið besta ykkur til handa J!!
Ljós og kærleikur
Jóhanna