NÁMSKEIÐ: TÖFRAKRAFTUR ÞAKKLÆTIS |
TÖFRAKRAFTUR ÞAKKLÆTIS. (og önnur verkfæri til betra lífs) Langar þig að læra að bæta líf þitt til frambúðar? Langar þig að læra að lifa meira frá hjartanu lífi þínu til heilla? Langar þig að upplifa betra haust og vetur en áður? NÁMSKEIÐ: TÖFRAKRAFTUR ÞAKKLÆTIS (og önnur verkfæri til betra lífs): 8 skipta námskeið sem hefst laugardaginn 11 sept kl 10.00 – 12.30 og endar laugardaginn 30 apríl 2022. Sjá dagsetningar að neðan. EFNI OG INNIHALD NÁMSKEIÐS: 1. Í hverju felst iðkun þakklætis, hvernig og til hvers, rannsóknir og vísindi. 2. Iðkun þakklætis á erfiðum tímum og þegar sjúkdómar herja, hvernig eflir hún þrautsegju í lífinu, rannsóknir og vísindi 3. Samþætting huga og hjarta, mikilvægi þess, rannsóknir og vísindi. 4. Gildi hugleiðslu og hvernig þakklæti spilar þar inn í, rannsóknir og vísindi. 5. Máttur ásetnings og hvernig þakklæti spilar þar inn í. 6. Unnið með heilunarbæn til að virkja mátt hjartans. 7. „Að lifa í flæði,“ hvað þýðir það að hlusta á sitt eigið „flæði“ og hvernig er farið að því til að forðast streitu og kulnun. 8. Samþætting allra þátta til betra lífs. Í fyrsta tíma 11 sept: kynning og fyrirlestur. Í síðari tímum: 10:00-11:00 umræður, deild reynsla, spurt & svarað 11:00 – 12.30 fyrirlestur um efni dagsins og hugleiðsla í lokin. Haustið 2020 fór ég af stað með fyrsta námskeiðið af þessari tegund sem tókst alveg sérlega vel. (Sjá umsagnir að neðan). Meirihluti þátttakenda vildi halda áfram og því var ég með framhaldsnámskeið með þeim hópi síðastliðinn vetur á Covid tímum. Nú er loks kominn tími til að endurtaka leikinn með nýju námskeiði. Það er ástríða hjá mér að koma þessu efni á framfæri þar sem ég tel það einstaklega mikilvægt til að lifa sem bestu lífi í heimi sem er oft á tíðum krefjandi. Þetta námskeið er tilvalið fyrir 2 eða fleiri til að gera saman! Hér er grein eftir mig um upplifun mína að gera þessa vinnu með eiginmanni mínum í 28 daga. Smellið hér til að sjá 🙂 MÍN STÖRF EINS OG ER: Ég starfa við heildræna samtalsmeðferð og sem orkuþerapisti í Rósinni, Bolholti 4, Reykjavík. Einnig er ég yfirkennari á 4. ári í Barböru Brennan School of Healing í Bretlandi, og stunda ýmist námskeiðahald. Í sumar hef ég einnig skapað margar hugleiðslur með tónlist frá eiginmanni mínum Jónasi Sen sem verða aðgengilegar á nýrri vefsíðu fljótlega. Frekari upplýsingar um mig má nálgast „hér.“ VERÐ: 39.500kr fyrir öll 8 skipti. Greiðsla við skráningu. Greiðslumöguleikar: Með kreditkorti á netinu (ég sendi greiðsluhlekk) eða millifærslu. Hlekkir á fyrirlestra og skyggnur eru sendar eftir hvert skipti til þáttakenda auk ýmis efnis til glöggvunar. Þannig þú missir ekki af neinu ef þú getur af einhverjum ástæðum ekki mætt í einstaka skipti.Einnig er innifalið í námskeiði áskrift að hugleiðslum á vefsíðu Jóhönnu sem nota má að vild á meðan á námskeiði stendur. DAGSETNINGAR: Laugardagur 11. Sept. kl 10:00 – 12:30 Laugardagur 16. Okt. kl 10:00 – 12:30 Laugardagur 27. Nóv. kl 10:00 – 12.:30 Laugardagur 8. Jan. kl 10:00 – 12:30 Laugardagur 5. Feb. kl 10:00 – 12:30 Laugardagur 5. Mars. kl 10:00 – 12:30 Laugardagur 9. Apríl kl 10:00 – 12:30 Laugardagur 30. Apríl. kl 10.00 – 12:30 STAÐSETNING: Rósin, Bolholti 4, 4 hæð. SKRÁNING: Sendið tölvupóst á: johannajonas03@gmail.comVegna samkomureglna þá er fjöldi þáttakenda takmarkaður og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst. NÁMSGÖGN: Mælt er með kaupum á bókinni Magic eftir Rhondu Byrne sem hefur fengist í Betra líf í Kringlunni eða hægt að kaupa á Amazon. Eða Gratitude Works! eftir Robert Emmons sem hægt er að kaupa á Amazon. Heimavinna er ekki skylda á þessu námskeiði, þó hún sé lögð fram. Hver fer á sínum hraða. Framkvæmd heimavinnu er samkvæmt löngun og ásetningi hvers og eins. MÍN VON: Von mín er að þið getið átt ánægjulegan og árangursríkan vetur með þessu margvíslega efni sem ég kynni. Að þið fáið veglegan grunn og stuðning til að viðhalda góðri og sífellt betri líðan með þessari huglægu rækt og hækkun tíðni orkusviðsins sem iðkun þakklætis, og hin ýmsu tæki og tól, leiða af sér. Það getur verið einmanalegt að iðka svona huglæga rækt einn og því gæti verið gefandi að hafa hóp sem kemur reglulega saman og veitir stuðning. Ég finn ástríðu hjá mér fyrir þessu því mér finnst þetta skipta gríðarlegu máli sem leið til betra lífs. Ég vil gjarnan deila reynslu og þekkingu með ykkur eftir mína 12 ára reynslu núna af námi og kennslu við Barböru Brennan School of Healing, sem og samtalsmeðferðum & störfum sem orkuþerapi í Rósinni, og um það bil 32 ára reynslu af huglægri og andlegri rækt. MEÐMÆLI: „Einstaklega gefandi og ríkt námskeið. Nær að sameina allt sem skiptir máli fyrir mann til að gera lífið ríkara. Góð tenging við fagleg rök. TAKK.“ Herdís Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur „Jóhanna er einstakur kennari og miðlari. Á námskeiðinu er kafað djúpt innávið í fullkomnu trausti. “ María Reyndal, leikstjóri og höfundur „Námskeiðið hjá Jóhönnu var einstaklega gott og gefandi. Heilandi að mæta í tíma og skilja orkufræðin á nýjan hátt. Einnig voru samtöl við aðra þátttakendur gefandi og hugleiðslur sem fygdu. Mæli mjög mikið með þessu námskeiði fyrir öll sem vilja auka meðvitund sína og næmi á sig sjálf og umhverfið sitt”. Bjarni Snæbjörnson, leikari og athafnastjóri „Þetta námskeið færði mér allskonar tæki og hugmyndir, og leiðir til að komast nær sjálfri mér. Jóhanna skapaði dýrmætt og nærandi rými öryggis og samkenndar þar sem forvitni fyrir lífinu og töfrunum fékk að kvikna og blómstra.“ Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri „Námskeiðið hefur gefið mér innblástur í lífi og starfi. Góðar upplýsingar um rannsóknir á starfsemi heila og hjarta hafa styrkt mig og mína andlegu vegferð. Lífsbreytandi fyrir mig.“ Gréta Konráðsdóttir „Námskeiðið hefur opnað á allt aðrar hugsanir. Mér finnst ég takast á við daglegar áskoranir á allt annan hátt en ég var vön. Ég mikla ekki lengur hlutina fyrir mér, kvíðinn hefur minnkað.“ Helga Jónasdóttir, fjármálastjóri „Námskeiðið hefur farið fram úr öllum væntingum. Jóhanna er vel undirbúin og vinnur af mikilli fagmennsku.“ Rúna Kristinsdóttir „Jóhanna hefur einstakt lag á að koma yfirgrips miklu efni til skila á einfaldan og áhugaverðan hátt.“ Sólrún Halldórsdóttir ![]() Jóhanna ![]() |