Healing Hands

BRENNAN HEILUN

Heilun

„Orkulækningar er síðasta ókannaða svæðið í læknisfræði”                   Dr. Mehmet Oz – MD. College of Physicians and Surgeons, Columbia University

Mín reynsla af Brennan Heilun:

Í þau sex ár sem ég hef verið við mína þjálfun og störf sem Brennan heilari hef ég tekið á móti fólki með margvísleg vandamál. 

Sumir hafa komið vegna líkamlegra kvilla og veikinda.  Aðrir til að fá hjálp við að greiða úr aðkallandi tilfinningamálum og depurð.  Margir leita stuðnings til að takast á við áföll og erfiða tíma í lífinu og ýmsir vilja skoða líf sitt í samhengi til að öðlast betri sjálfskilning og ná betri árangri.  Sambland af þessu öllu er líka algengt hjá þeim sem hafa komið til mín. 

Ég er sannfærð út frá minni reynslu og annarra að Brennan Heilun getur hjálpað til við að auka jafnvægi og ná árangri í öllum þessum þáttum.  Eins og sjá má í Nánar um Brennan Heilun að þá hreinsar hún, hleður og jafnar orkukerfi hvers einstaklings. 

Hún getur losað og fjarlægt orkustíflur sem hafa valdið líkamlegu, tilfinningalegu og andlegu ójafnvægi og virkjað á jákvæðan og öflugan hátt hinn eiginlega heilunarkraft líkama og sálar.  Einnig leiðir heilunin oft til dýpri sjálfskilnings og vellíðunar sem er því samfara. 

Margir hafa upplifað mjög góðan árangur; betri líkamlega, huglæga, tilfinningalega og andlega líðan. Hægt er að sjá nánar um einstaklingsbundinn árangur í Meðmæli.  

Auðvitað er heilunarferli hvers einstaklings misjafnt;  misjafnt hvað hentar hverjum og einum og aldrei er hægt að lofa ákveðnum árangri.  Ég sjúkdómsgreini ekki og tel mjög mikilvægt að fólk leiti sér einnig hefðbundinna leiða í læknismeðferð við veikindum og sjúkdómum sem það glímir við eins og þarf.

Ég vinn af ásetningi til hins allra besta fyrir hvern einstakling með ósk um að aðrir geti upplifað þau auknu lífsgæði sem ég hef notið á minni eigin leið heilunar og sjálfsþroska.

Nánar um Brennan Heilun

Nánar um Námið í Barbara Brennan School of Healing

Hafa samband og bóka tíma

lotus-healing-arts