Greinasafn fyrir flokkinn: Með þakklæti

Spennandi helgarnámskeið 11.-12. ágúst 2018. SINGING FROM WITHIN AND ENERGY WORK

Singing from within

Kæru vinir.

Ég kynni með gleði mjög spennandi helgarnámskeið sem verður helgina 11.-12. ágúst, SINGING FROM WITHIN AND ENERGY WORK.  Kennarar verða Ilse Scheers og ég, Jóhanna Jónasdóttir.

Small-Photo Ilse_round black small newJóhanna Jónasdóttir

Ilse Scheers er vinkona mín og kollegi frá Belgíu.  Hún kom hér í júlí á síðasta ári og var með stutt kvöldnámskeið sem hét Singing With Your Inner Voice.  Það var fullt hús og tókst alveg frábærlega. Margir voru lengi á eftir að senda henni skilaboð um breytingar sem þau fundu á þeirra tjáningu og líðan.

Út frá þeirri reynslu langaði okkur að standa saman að helgarnámskeiði þar sem farið væri dýpra í vinnu með orkusviðið og röddina.  Að nota tjáningu hennar sem leið til að losa um innri blokkeringar/hindranir og finna/styrkja manns eigin innri rödd.

Á námskeiðinu verður unnið út frá orkuvitund, orkustöðvar virkjaðar og leiðir kannaðar til að hreinsa og efla orkusviðið á lífgefandi hátt.

Markmiðið væri að auka eigin innri styrk til tjáningar og vera sá sem maður er út frá eigin kjarna; að auka sjálfstraust í að fylgja sér og manns eigin leið í lífinu og vera sannur og trúr sjálfum sér.  Einnig að auka sjálfsþekkingu um hvað það er sem hindrar manns eigin tjáningu og framgang í lífinu.

Endilega sjá nánari lýsingu á námskeiðinu hér að neðan á ensku en námskeiðið sjálft verður á ensku þó auðvitað verði alltaf hægt að fá íslenskar skýringar hjá mér eins og þarf.

Ilse og ég höfum báðar varið áratugum í djúpa sjálfsvinnu og útskrifuðumst báðar frá Barböru Brennan School of Healing eftir margra ára nám (sjá nánar um okkar feril hér að neðan og á vefsíðum okkar hér um mig og um hana hér www.ilsescheers.com.) Við höfum báðar líka áratuga reynslu í vinnu með sjálfstjáningu, hún sem söngvari og ég sem leikkona, sem nýtist okkur líka sérlega vel í svona heildræna radd/orkuvinnu.

Það er mín trú að þetta verði einstaklega lífgefandi og sjálfseflandi helgi.  Við erum báðar mjög spenntar að geta miðlað af okkar miklu þekkingu og reynslu öðrum til framdráttar :).

Ef þig langar að vera með endilega sendu mér tölvupóst á johanna@heilunjohannajonas.is eða sendu mér skilaboð í gegn um Facebook síðuna mína Brennan heilun Jóhönnu Jónasar.

Námskeiðið verður haldið í dásamlegu umhverfi í: Hótel Kríunesi, Vatnsenda í Kópavogi.

Verð er: 36.900 kr með inniföldum hádegismat (himneskri súpu og brauði) báða dagana.

Skráningargjald er 15.000 kr sem greitt er við skráningu (einnig hægt að fá frest á því), og rest greiðist fyrir 1. águst eða á þeim degi)

Lengd:  Laugardagur 9:30 – 17:30. Sunnudagur 9:30 – 17:00.

Hlakka til að heyra frá þeim sem hafa áhuga og hlakka til að eyða frábærri helgi með frábæru fólki!

kærleikur og ljós.

Jóhanna

Nánari lýsing á námskeiðinu á ensku:

The workshop is all about getting more in contact with your Self, through Singing from within and Energy Work. It is about feeling what you sing, singing who you are, moving with your voice, experiencing more energy flow in your body through movement and sound!

Energy Work is a bundle of tools that enhances your energy to move and allows you to experience more healthy and deeper flow in your body and energy field. We tend to think too much, to rationalize our experiences instead of really experiencing them. The tools vary from real body movement, to specific energetic exercises, to singing.

Singing from within is a very powerful and totally natural tool to move your energy. And combined with energy work, we touch upon the different levels/frequencies so that the (sound of your) voice will move through all of your energy levels. The more you ground into your body, the more you embody your singing, the more you embody who you are and that is in essence what brings ultimate pleasure in life!

So whether it is that you want to feel more of you, become more of you, sing in a more embodied way, all these reasons are good to come and join! It will have an impact that will last long after and it will help you choose the right directions in life, fully experience the life that you choose, your life, in connection with your soul.

You really don’t need to be a professional singer or have any singing experience for that matter yet also singers will totally enjoy the approach. It is about aliveness, deepening the embodiment. For people who are not used to sing but really like to do it, they will discover their voice and be surprised of the effect of it coming out, it is truly life changing***

Nánar um Ilse:

Ilse Scheers is life coach and a Brennan Healing Science Practitioner who supports people from all over the world. She studied Applied Economics and worked in the Contemporary Art Business for 20 years as a Managing Director. Keen on high energy work she followed several professional trainings, check www.ilsescheers.com for more. In 2012 she started her own business as a healer, coach, teacher and HR-consultant.

She has her own Center for Energy Work near Antwerp (Belgium) where she guides people on the personal as well as on the group level. She organizes different workshops and events all over the world and also offers a 3-year training in Energy Work.

Ilse Scheers is also a singer songwriter, her artist name is GRACE, she is currently working on her 2nd album, for all info check www.gracemusic.be

Nánar um mig á ensku:

Johanna Jonasdottir is a Holistic Conversational Therapist and a Brennan Healing Science Practitioner with a thriving full time practice in Reykjavik Iceland.  She is also a trained teacher from Barbara Brennan School of Healing and is currently teaching on the 4th year in the US school, located in Florida.  She studied at Barbara Brennan School of healing for 7 years before coming a teacher at the school.  She also organizes workshops in Energy Work and Healing.  Johanna has a BA degree in acting and worked as an actress for 25 years and in many facets of theatre production, as well as a belly dance teacher and restaurant manager.  Her passion is an unending interest in inner work, personal growth and self-healing and she seeks to inspire people from all over the world. 

Ilse Scheers

MEÐMÆLI

„Jóhanna hefur þá stórkostlegu hæfileika að veita þeim sem til hennar koma ómælda einlægni, umhyggju og hugarró. Þegar ég kom í fyrsta sinn til Jóhönnu fann ég fyrir áhuga hennar á að hjálpa mér og það yndislega viðmót og nærveru sem hún hefur. Breytingin sem ég upplifiði eftir tíma hjá henni var mögnuð og mér leið ávallt eins og hún hefði tekið nákvæmlega þann þunga sem ég þurfti að losna við. Heilunin hjá Jóhönnu hefur í sannleika sagt bjargað mér og gefið mér nýja líðan og ný tækifæri í mínu lífi. Hún hefur þá gjöf að getað unnið nákvæmlega í því sem viðkomandi þarf hjálp með og breytingin eftir tíma hjá henni gefur manni styrk til þess að upplifa nýja og betri tíma. Ég veit það fyrir víst að ég á eftir að koma reglulega til hennar á komandi árum. Takk fyrir alla hjálpina.“
Gunnar Þorsteinsson, þjálfari hjá Dale Carnegie

„Það er engu líkt að leggjast á bekkinn hjá Jóhönnu! Ég er með vefjagigt sem kom í kjölfar aftanákeyrslu, og hef því farið víða í leit að bata. Eftir fyrsta tímann fann ég ótrúlega breytingu á mér, það var eins og að ég væri loksins komin í samband við líkama og sál,“ orðin heil „. Ég eiginlega sveif út í daginn, og hef svifið síðan. Það gerðist eitthvað svo dásamlegt innra með mér, og mér líður svo miklu betur líkamlega. Ég finn að ég er komin á stað þar sem ég vil alltaf vera og verður ómissandi í mínu lífi. Kæra Jóhanna þú ert alveg einstök!“ Inga Rut Sigurðardóttir kennslustjóri Kvikmyndaskóla Íslands

„Ég veit ekki hvað gerðist hjá Jóhönnu, hvernig það gerðist eða hvenær. En það gerðist.“                                                                                                  Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur

„Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi  að örlögin leiddu mig til fundar við Jóhönnu.  Tímarnir hjá henni hafa verið alveg ómetanleg hjálp þegar ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu lífi. Jóhanna er einstaklega styðjandi og næm í að finna réttu leiðina til lausnar. Opnaði alveg huga minn inn í nýjar víddir, sem hefur síðan haft alveg einstaklega góð áhrif bæði andlega og líkamlega, aukið sjálfsöryggi, bjartsýni og vellíðan.  Óska þess að aðrir fái sama tækifæri og ég til að auka gæðin í sínu lífi.“   Sigurður Erlingsson ráðgjafi, velgengni.is

„Jóhanna hjálpaði mér að finna aftur eigin styrk og jafnvægi eftir erfitt tímabil.  Jafnt og þétt í meðferðinni hefur mér liðið betur líkamlega, tilfinningalega og andlega.  M.a. hafa mígreni einkenni minnkað, verkjaköst eftir slys orðið minni og viðráðanlegri, svefn betri og tilfinningalegt jafnvægi sterkara.  Jóhanna er uppbyggileg og jákvæð í nálgun sinni eins og leitast er við í nútíma meðferðarfræði en hún býr einnig yfir miklum kærleika og hlýju sem gott er að vera í nánd við.“  Júlía Sæmundsdóttir, félagsfræðingur

  „Ég leitaði til Jóhönnu eftir að hafa greinst með brjósklos í hálsi.   Ég var með mikla verki og átti erfitt með svefn en í meðferðinni  hjá Jóhönnu náði ég að slaka algjörlega á og ég fann strax mikinn mun á mér eftir fyrsta skiptið.  Í mínum huga er enginn vafi á að meðferðinn hjálpaði mikið við að ná fullum bata.“    Rósa Ólafsdóttir, sérfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans

„Upplifun mín var mjög góð, ég hafði frekar óljósa mynd af því sem ég var að fara útí og bjóst í raun ekki við að þessi meðferð hefði svona víðfeðm áhrif á mig.  Jóhanna hefur svo góða nærveru, aldrei dæmandi og það er auðvelt að tala við hana. Í upphafi hvers tíma töluðum við saman og hægt og rólega fékk hún mig til að horfast í augu við minn mesta ótta og ræða hann. Eitthvað sem ég hafði aldrei gert vegna þess að mér fannst hann kjánalegur og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Meðferðin opnaði huga minn og sálin varð einhvern vegin léttari. Hún fékk mig til að skoða tilfinningar mínar nánar og vinna með þær sem og kenndi mér leiðir til að gefa af mér en ekki gefa alla mína orku frá mér í leiðinni.“   Ólafía Jónsdóttir, ljósmóðir

 „Þegar ég þarf að ná andlegu jafnvægi og láta mér líða vel get ég ekki hugsað mér neitt betra en að fara í heilun til Jóhönnu Jónasar. Hjá henni fer saman ótrúlegur kraftur, styrkur og næmni á fínni víddir.“  María Reyndal, leikkona og leikstjóri

„Heilunarvinna hjá Jóhönnu er gefandi sjálfsvinna og mjög lærdómsríkt ferli. Hlýtt viðmót hennar og fagleg vinnubrögð leiða mann í gegnum tímann á öruggan og mjög upplýsandi hátt.“  Kolbrún Vala Jónsdóttir, sjúkraþjálfari

„Það var rigning og það var rok-

Ég stóð úti.

Ég kom inn

Við fengum okkur vatn að drekka-

kertaljós og bros.

Hún byrjaði að raða saman litum-

úr garnahrúgunni sem ég var með.

Það var sól og það var ilmur í lofti.

Ég labbaði heim með mynd.

Takk elsku Jóhanna.“
KatrínÞorvaldsdóttir, leikbrúðu og leikbúningahönnuður