HELGARNÁMSKEIÐ: HENDUR LJÓSSINS 14-15 SEPTEMBER

HENDUR LJÓSSINS HELGARNÁMSKEIÐ 14-15 SEPTEMBER

Kæru vinir.

Það  gleður mig að kynna að ég verð með HENDUR LJÓSSINS HELGARNÁMSKEIÐ 14-15 SEPTEMBER NÆSTKOMANDI.

Einstakt tækifæri til að læra grunnaðferðir til heilunar sem og að kynnast eigin orkusviði og annarra.  Þetta námskeið nýtist öllum þeim sem til dæmis kunna og vinna við aðrar heilunaraðferðir, einnig Cranio Sacral, nudd og ýmislegt fleira.  Auk þess nýtist það öllum þeim sem vilja kynnast sjálfum sér og eigin orkusviði betur og til að hafa sterkari „heilunarnærveru“ fyrir sig sjálfan, aðra og í lífinu almennt.

hands_of_light_frontcover_large_5yvTgf29e5MbxOP

TÍMASETNING

Laugardagurinn 14. Sept. Kl 9-17 (til kl 18 fyrir þá sem vilja heyra meira um sjálfan skólann Barböru Brennan School of Healing)

Sunnudagurinn 15. Sept. Kl 10-17.  

(Athugið að þeir sem taka ekki þátt í námskeiðinu geta líka skráð sig eingöngu á fyrirlesturinn sem verður laugardagsmorguninn 14 sept frá 9-11.) 

Námskeiðsefni er eftirfarandi:

dreamstime_l_50413582

 Fyrirlesturinn “Hulinsheimar orkusviðsins.”

Farið verður í ýmsar orkuæfingar m.a. meðvitund um manns „kjarnakraft,“ Tan tien jarðtenging, öndun með litum, og æfingar sem virkja eigin hreyfiskynjun á orku til heilunar.  Allar þessar æfingar auka meðvitund um manns eigið orkukerfi og ástand þess.  Einnig verður farið í æfingar til að auka við eigin „háskynjun“ sem getur komið manni mjög til góða í lífsins vegferð.

Einnig verða fluttir aðrir tveir stuttir fyrirlestrar um helgina, annarsvegar um grunnheilunaraðferðina „Chelation“ (orkujöfnun) og hinn um „háskynjun.“  Kenndar verða verklegar leiðbeiningar fyrir þessa grunnheilun ásamt virkjun eigin orkustöðva til heilunar.  Síðan vinna tveir og tveir saman undir leiðsögn við að framkvæma (og þiggja) heilanir báða dagana.  

Auk þessa verður leidd hugleiðsla og farið yfir tækni til sjálfsheilunar.

Heilun

Námskeiðið kostar 22.500kr fyrir báða dagana.  Þeir sem geta komið með eigin nuddbekk á námskeiðið fá 10% afslátt.   Og ef þú ert að koma í annað skipti þá færðu líka 10% afslátt  Að mæta eingöngu á fyrirlesturinn frá 9-11 lau 14/9 kostar 2.500kr.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt endilega láttu mig vita með tölvupósti sem allra fyrst þar sem pláss eru takmörkuð.   Netfangið er: johanna@heilunjohannajonas.isÉg mun þá senda um hæl útfyllingareyðublöð sem skólinn fer fram á að séu útfyllt af þeim sem vilja taka þátt í Hendur ljóssins námskeiði.  En þar er beðið um upplýsingar um heilsu og ástand viðkomandi þar sem þokkalega gott andlegt og líkamlegt jafnvægi er nauðsynlegt fyrir orku & heilunarvinnu af því tagi sem kynnt er á námskeiðinu.

Við móttöku á útfyllingareyðublaði bið ég síðan um skráningargjald sem væri 11.250kr annað hvort með kreditkorti eða millifærslu, og seinni greiðslan yrði í síðasta lagi miðv 11. Sept.  Einnig er auðvitað hægt að greiða allt námskeiðsgjaldið við skráningu með kreditkorti Ef greitt er með kreditkorti þá sendi ég viðkomandi greiðslubeiðni sem hægt er að greiða á netinu.

Ég vil taka fram að þetta námskeið er eftir ákveðnum stöðlum Barböru Brennan School of Healing og hef ég öðlast réttindi frá skólanum eftir mitt 7 ára nám þar til að kenna það. Auk þess hef ég núna kennt við skólann síðastliðna tvo vetur.

Ef þig langar að láta einhvern nákominn þér vita af þessu námskeiði sem kynni að hafa áhuga þá endilega áframsenda þennan tölvupóst á viðkomandi :).

Hér fyrir neðan er að finna nokkrar umsagnir um þetta námskeið:

„Hjartans þakkir fyrir kyngimagnað Barbara Brennan – námskeið sem Jóhanna Jóhannsdóttir leiðir af djúpri þekkingu, kærleika og visku og einstöku næmi og virðingu fyrir anda og efni. Þetta er praktískt námskeið sem leiðir þó inn á mystískar lendur. Það var einstaklega gott að vinna svona mikið með sterka jarðtenginu og hið mikla traust sem henni fylgir sem gerði þetta eðalnámskeið alveg kristaltært.“ Harpa Arnardóttir

„Frábært námskeið sem dýpkaði skynjun mína á heilun.  Jóhanna er frábær kennari. Takk fyrir mig.“ Edda Ólína Sigríður Jónsdóttir

„Skemmtilegt, vel undirbúið, áhugavert efni, notaleg aðstaða, ógleymanleg helgi.“ Arndís Ásta Gestsdóttir

Ljós og kærleikur

Jóhanna

Mynd af mér