Greinasafn fyrir merki: Forsíða

BRENNAN HEILUN

Heilun

„Orkulækningar er síðasta ókannaða svæðið í læknisfræði”                   Dr. Mehmet Oz – MD. College of Physicians and Surgeons, Columbia University

Mín reynsla af Brennan Heilun:

Í þau sex ár sem ég hef verið við mína þjálfun og störf sem Brennan heilari hef ég tekið á móti fólki með margvísleg vandamál. 

Sumir hafa komið vegna líkamlegra kvilla og veikinda.  Aðrir til að fá hjálp við að greiða úr aðkallandi tilfinningamálum og depurð.  Margir leita stuðnings til að takast á við áföll og erfiða tíma í lífinu og ýmsir vilja skoða líf sitt í samhengi til að öðlast betri sjálfskilning og ná betri árangri.  Sambland af þessu öllu er líka algengt hjá þeim sem hafa komið til mín. 

Ég er sannfærð út frá minni reynslu og annarra að Brennan Heilun getur hjálpað til við að auka jafnvægi og ná árangri í öllum þessum þáttum.  Eins og sjá má í Nánar um Brennan Heilun að þá hreinsar hún, hleður og jafnar orkukerfi hvers einstaklings. 

Hún getur losað og fjarlægt orkustíflur sem hafa valdið líkamlegu, tilfinningalegu og andlegu ójafnvægi og virkjað á jákvæðan og öflugan hátt hinn eiginlega heilunarkraft líkama og sálar.  Einnig leiðir heilunin oft til dýpri sjálfskilnings og vellíðunar sem er því samfara. 

Margir hafa upplifað mjög góðan árangur; betri líkamlega, huglæga, tilfinningalega og andlega líðan. Hægt er að sjá nánar um einstaklingsbundinn árangur í Meðmæli.  

Auðvitað er heilunarferli hvers einstaklings misjafnt;  misjafnt hvað hentar hverjum og einum og aldrei er hægt að lofa ákveðnum árangri.  Ég sjúkdómsgreini ekki og tel mjög mikilvægt að fólk leiti sér einnig hefðbundinna leiða í læknismeðferð við veikindum og sjúkdómum sem það glímir við eins og þarf.

Ég vinn af ásetningi til hins allra besta fyrir hvern einstakling með ósk um að aðrir geti upplifað þau auknu lífsgæði sem ég hef notið á minni eigin leið heilunar og sjálfsþroska.

Nánar um Brennan Heilun

Nánar um Námið í Barbara Brennan School of Healing

Hafa samband og bóka tíma

lotus-healing-arts

NÁMIÐ

Dr. Barbara Brennan  Dr. Barbara Brennan

Til að tengjast vefsíðu Barböru Brennan School of Healing smellið þá á myndina að ofan.

Barbara Brennan School of Healing var stofnaður 1982 og hefur nú starfað í ein 33 ár.  Brennan heilun er vandlega úthugsað og margreynt orkuheilunarkerfi.  Það er ennþá í þróun þar sem þekking og reynsla er sífellt að aukast.  Stöðugt er verið að gera rannsóknir og skoða hina ýmsu þætti orkukerfi mannsins og tengsl þess við umhverið.

Dr. Barbara Ann Brennan er stofnandi skólans.  Hún er eðlisfræðingur og fyrsta konan til að vinna fyrir Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA.  Dr. Brennan er ákaflega vísindalega þenkjandi og nálgast alla orku og heilunarvinnu á mjög praktískan hátt.  Hún er einnig doktor í Heimspeki og trúarbragðafræði.   Auk þess útskrifaðist hún frá The Institute of Core Energetics og er líka Senior Pathwork® Helper. 

hands_of_light_frontcover_large_5yvTgf29e5MbxOP

Barbara hefur skrifað tvær metsölubækur Hands of Light og Light Emerging sem eru viðurkennd grunnrit í heimi óhefðbundinna aðferða til að hjálpa fólki til betri heilsu. Báðar bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hands of light hefur verið þýdd á íslensku og heitir Hendur ljóssins.

Frá stofnun skólans árið 1982 hafa útskrifast yfir 2000 heilarar frá yfir 50 löndum.  Í dag er skólinn staðsettur á tveimur stöðum í heiminum.  Í Florida eru höfuðstöðvar skólans en hann er einnig starfræktur í Austurríki og hefur verið starfræktur í Japan. 

Það tekur 4 ár að læra Brennan Heilun og er aðeins hægt að læra hana í þessum skólum Barböru.  Á þessum tíma gera nemendur um 200 heilanir undir handleiðslu í vandlega uppbyggðu námi og er skólinn mjög krefjandi. 

Skólinn hefur starfað lengst í Florida, en þar er hægt að útskrifast með Bachelor of Science háskólagráðu auk hefðbundinnar diploma gráðu.  Auk þess er hægt að taka 2 ár í viðbót til að læra Brennan samtalsmeðferð og 3 árið til þess að öðlast kennararéttindi við Skólann.

Í þessum skóla er sýnt fram á hversu auðvelt og eðlilegt það er að hafa áhrif á orkusvið annarra. Við gerum það öll á hverjum degi í okkar daglegu samskiptum. Fagkunnátta felst að miklu leiti í því að hafa góða stjórn á eigin orkukerfi sem og að hafa góða stjórn á heilunartækni til þess að vinna með kúnnum.

Heilari þarf að þekkja og skilja grundavallaratriði og lögmál orkusviðsins, líffæra og lífeðlisfræði, hvernig maður getur stjórnað og haft áhrif á eigið orkusvið og haft samskipti við aðra á heilandi hátt.

Brennan heilun er samofið kerfi heilunartækni, eigin heilunar og persónulegs þroska. Í dag eru 5 Íslendingar útskrifaðir sem Brennan heilarar.

Hér fyrir neðan er hlekkur á heimasíðu skólans og myndbönd um skólann og Brennan heilun:

http://www.barbarabrennan.com/

[plulz_social_like width=“350″ send=“false“ font=“arial“ action=“like“ layout=“standard“ faces=“false“ ]

MEÐMÆLI

„Jóhanna hefur þá stórkostlegu hæfileika að veita þeim sem til hennar koma ómælda einlægni, umhyggju og hugarró. Þegar ég kom í fyrsta sinn til Jóhönnu fann ég fyrir áhuga hennar á að hjálpa mér og það yndislega viðmót og nærveru sem hún hefur. Breytingin sem ég upplifiði eftir tíma hjá henni var mögnuð og mér leið ávallt eins og hún hefði tekið nákvæmlega þann þunga sem ég þurfti að losna við. Heilunin hjá Jóhönnu hefur í sannleika sagt bjargað mér og gefið mér nýja líðan og ný tækifæri í mínu lífi. Hún hefur þá gjöf að getað unnið nákvæmlega í því sem viðkomandi þarf hjálp með og breytingin eftir tíma hjá henni gefur manni styrk til þess að upplifa nýja og betri tíma. Ég veit það fyrir víst að ég á eftir að koma reglulega til hennar á komandi árum. Takk fyrir alla hjálpina.“
Gunnar Þorsteinsson, þjálfari hjá Dale Carnegie

„Það er engu líkt að leggjast á bekkinn hjá Jóhönnu! Ég er með vefjagigt sem kom í kjölfar aftanákeyrslu, og hef því farið víða í leit að bata. Eftir fyrsta tímann fann ég ótrúlega breytingu á mér, það var eins og að ég væri loksins komin í samband við líkama og sál,“ orðin heil „. Ég eiginlega sveif út í daginn, og hef svifið síðan. Það gerðist eitthvað svo dásamlegt innra með mér, og mér líður svo miklu betur líkamlega. Ég finn að ég er komin á stað þar sem ég vil alltaf vera og verður ómissandi í mínu lífi. Kæra Jóhanna þú ert alveg einstök!“ Inga Rut Sigurðardóttir kennslustjóri Kvikmyndaskóla Íslands

„Ég veit ekki hvað gerðist hjá Jóhönnu, hvernig það gerðist eða hvenær. En það gerðist.“                                                                                                  Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur

„Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi  að örlögin leiddu mig til fundar við Jóhönnu.  Tímarnir hjá henni hafa verið alveg ómetanleg hjálp þegar ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu lífi. Jóhanna er einstaklega styðjandi og næm í að finna réttu leiðina til lausnar. Opnaði alveg huga minn inn í nýjar víddir, sem hefur síðan haft alveg einstaklega góð áhrif bæði andlega og líkamlega, aukið sjálfsöryggi, bjartsýni og vellíðan.  Óska þess að aðrir fái sama tækifæri og ég til að auka gæðin í sínu lífi.“   Sigurður Erlingsson ráðgjafi, velgengni.is

„Jóhanna hjálpaði mér að finna aftur eigin styrk og jafnvægi eftir erfitt tímabil.  Jafnt og þétt í meðferðinni hefur mér liðið betur líkamlega, tilfinningalega og andlega.  M.a. hafa mígreni einkenni minnkað, verkjaköst eftir slys orðið minni og viðráðanlegri, svefn betri og tilfinningalegt jafnvægi sterkara.  Jóhanna er uppbyggileg og jákvæð í nálgun sinni eins og leitast er við í nútíma meðferðarfræði en hún býr einnig yfir miklum kærleika og hlýju sem gott er að vera í nánd við.“  Júlía Sæmundsdóttir, félagsfræðingur

  „Ég leitaði til Jóhönnu eftir að hafa greinst með brjósklos í hálsi.   Ég var með mikla verki og átti erfitt með svefn en í meðferðinni  hjá Jóhönnu náði ég að slaka algjörlega á og ég fann strax mikinn mun á mér eftir fyrsta skiptið.  Í mínum huga er enginn vafi á að meðferðinn hjálpaði mikið við að ná fullum bata.“    Rósa Ólafsdóttir, sérfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans

„Upplifun mín var mjög góð, ég hafði frekar óljósa mynd af því sem ég var að fara útí og bjóst í raun ekki við að þessi meðferð hefði svona víðfeðm áhrif á mig.  Jóhanna hefur svo góða nærveru, aldrei dæmandi og það er auðvelt að tala við hana. Í upphafi hvers tíma töluðum við saman og hægt og rólega fékk hún mig til að horfast í augu við minn mesta ótta og ræða hann. Eitthvað sem ég hafði aldrei gert vegna þess að mér fannst hann kjánalegur og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Meðferðin opnaði huga minn og sálin varð einhvern vegin léttari. Hún fékk mig til að skoða tilfinningar mínar nánar og vinna með þær sem og kenndi mér leiðir til að gefa af mér en ekki gefa alla mína orku frá mér í leiðinni.“   Ólafía Jónsdóttir, ljósmóðir

 „Þegar ég þarf að ná andlegu jafnvægi og láta mér líða vel get ég ekki hugsað mér neitt betra en að fara í heilun til Jóhönnu Jónasar. Hjá henni fer saman ótrúlegur kraftur, styrkur og næmni á fínni víddir.“  María Reyndal, leikkona og leikstjóri

„Heilunarvinna hjá Jóhönnu er gefandi sjálfsvinna og mjög lærdómsríkt ferli. Hlýtt viðmót hennar og fagleg vinnubrögð leiða mann í gegnum tímann á öruggan og mjög upplýsandi hátt.“  Kolbrún Vala Jónsdóttir, sjúkraþjálfari

„Það var rigning og það var rok-

Ég stóð úti.

Ég kom inn

Við fengum okkur vatn að drekka-

kertaljós og bros.

Hún byrjaði að raða saman litum-

úr garnahrúgunni sem ég var með.

Það var sól og það var ilmur í lofti.

Ég labbaði heim með mynd.

Takk elsku Jóhanna.“
KatrínÞorvaldsdóttir, leikbrúðu og leikbúningahönnuður

 

 

UM MIG

Útskrift

Í ein 23 ár hef ég starfað sem leikkona og síðar líka sem magadanskennari og veitingastjóri á Grænum Kosti. Allan þann tíma hef ég haft óbilandi áhuga á sjálfsvinnu, sjálfsþroska, og sjálfsheilun.  Þessi áhugi á mannrækt leiddi mig á endanum í Barbara Brennan School of Healing. Þaðan útskrifaðist ég eftir 4 ára nám í maí 2013.

Kynni mín af þessum skóla hafa umbreytt lífi mínu. Þau hafa sýnt mér fram á hvers megnug þessi vinna getur verið, bæði hvað varðar mig sjálfa og aðra.  Mig langar til að koma þessari þekkingu á framfæri svo fleiri geti notið ávaxtanna sem ég hef uppskorið.

Nánar um mig í stóru og smáu: 

Ég er fædd 3 ágúst 1964 og uppalin í Hafnarfirðinum.  Er dóttir Jónasar Bjarnasonar kvensjúkdómalæknis og Jóhönnu Tryggvadóttur jógakennara og viðskiptafrumkvöðuls.  Ég gekk í víðistaðaskóla og útskrifaðist seinna með stúdentspróf úr Verslunarskóla Íslands. 

Leiðin lá til Bandaríkjanna þar sem ég útskrifaðist með BA í leiklist úr Boston University vorið ´90.  Eftir útskrift vann ég síðan í ein 2 ár við leiklist í New York og Los Angeles.  Kom heim til Íslands vorið ´92 og starfaði næstu árin m.a. í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hinum ýmsu sjálfstætt starfandi leikhúsum, við sjónvarp, útvarp, kvikmyndir og talsetningar.

Á árunum ´98-2000 upplifði ég mikla erfiðleika í mínu lífi.  Var komin á þrot í mínu starfi, var yfirkeyrð og stóð í erfiðum skilnaði, upplifði sjálfa mig með síþreytu, glímdi við átröskun, ýmsa líkamlega vanlíðan og mikla depurð.  Vissi varla til hvaða ráða ég átti að taka til að rétta líf mitt við.  Á þessum tíma var ég líka að byrja að stunda hugleiðslu sem var að mörgu leyti minn bjargvættur. 

Ég ákvað að taka ábyrgð á mínu lífi, leita mér hjálpar og skoða hvað mætti betur fara hið innra og ytra.  Upphófst nú mikil sjálfsvinna og smám saman fór að horfa til betri vegar.  Á næstu árum þakkaði ég mínu sæla fyrir þessa erfiðleika því þeir höfðu leitt til mikils þroska og kom sá tími þar sem mér fannst mér aldrei hafa liðið betur á ævinni.  Sjálfsvinnan hélt þó auðvitað áfram og mun líklega endast lífið!

Svo varð árið 2008 að ég komst í kynni við Barbara Brennan School of Healing fyrir tilstilli góðra vina.  Ákvað að fara á vit ævintýranna í langvinnu 4 ára námi í þessum krefjandi skóla haustið 2009.  Í stuttu máli sagt að þá er þetta að mínu mati stórkostlegur skóli sem ég þakka mínu sæla að hafa komist í kynni við.  Mér lánaðist líka á þessum árum að starfa sem Veitingastjóri á Grænum Kosti sem var einnig frábær skóli og einstaklega ánægjuleg reynsla í sjálfu sér. 

Ég útskrifaðist úr Barbara Brennan School of Healing vorið 2013 sem Brennan Healing Science Practicioner (Brennan Heilari), og langar mig núna mikið að verða öðrum til hjálpar út frá allri minni  fenginni reynslu og þekkingu.

Í djúpu þakklæti fyrir allt sem ég hef reynt, lifað og lært.

texti 3

Nemendasýning, Barbara Brennan School of Healing

Mynd af mér á forsíðu tekin af Vigdísi Viggósdóttur, ljósmyndara.

HAFA SAMBAND

Þú getur haft samband til að panta tíma í heilun og/eða til að fá frekari upplýsingar með því að hringja í 699-6019 eða sent tölvupóst á

johanna@heilunjohannajonas.is

Í byrjun hvers tíma er sest niður og rætt hvað þig langar að skoða og vinna með, síðan fer fram vinna á bekk þar sem þú leggst að fullu klædd/klæddur og lætur fara vel um þig. 

Þetta heilunarkerfi er mjúk en mjög öflug leið til að hreinsa, hlaða og jafna orkukerfið, sem svo getur hjálpað til við að ná aftur heilsu; líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri eins og fram kemur á síðunni um Brennan Heilun.

Hvað viðkomandi kemur í marga tíma er mjög persónubundið.  Sumum nægir að koma í einn tíma til að hlaða og endurnæra orkukerfið ef ekki mikið bjátar á.  Fyrir aðra kann þó að vera betra að koma í nokkra tíma eins og í öðrum hefðbundnum meðferðum.   Út frá minni reynslu og annarra hef ég oft séð mjög góðan árangur af því.  En eins og fyrr segir er það mjög einstaklingsbundið hvað er best í hverju tilfelli og er það eitthvað sem hver og einn finnur hjá sér.

Einnig er hægt að bóka tíma í fjarheilun.  Það hef ég líka lært í þessu námi.  Vinsamlega hringið eða sendið póst fyrir frekari upplýsingar um það.

STAÐSETNING

Ég er með aðstöðu í Rósinni, Bolholti 4, 4 hæð.  Sjá á korti að neðan.  Til að stækka mynd smellið á hana.

bolholt mapbolholt street ör

Það eru næg bílastæði fyrir framan húsið og lyfta upp á fjórðu hæð.  Í Rósinni er góð biðstofa þar sem þú lætur fara vel um þig þar til ég kalla á þig.