Myndbönd

ÞAKKLÆTI

[plulz_social_like width=“350″ send=“false“ font=“arial“ action=“like“ layout=“standard“ faces=“false“ ]gönguferð útskrift        

ÞAKKLÆTI er það sem ég reyni að grundvalla líf mitt á.  Eins og Eckhart Tolle hefur sagt:

„Ef hin eina bæn sem þú segðir í þínu lífi væri „takk fyrir,“ þá myndi það nægja.“

Það að þakka fyrir færir manni vellíðan og gleði.  Það færir mann umsvifalaust í „núið“, hið núverandi augnablik, þegar þakkað er fyrir það sem er fyrir hendi.  Það opnar hjartað og laðar að allt það allra besta.

Ég reyni að byrja flesta daga á því að þakka fyrir það sem er.  Ég þakka fyrir góðan svefn, gott rúm, mitt fallega heimili, mína frábæru sturtu þegar ég finn vatnið leika um mig, fyrir þann góða mat sem ég fæ mér í morgunnmat, hvað hann bragðast vel, fyrir þennan banana sem er fyrir undur og stórmerki kominn alla leið á borðið mitt :); þakka fyrir það góða sem í mér býr, fyrir mína hæfileika og dugnað, fyrir mína fjölskyldu og vini, vinnuna mína o.s.frv., o.s.frv….  Stundum fer ég algerlega á flug og enda með því að líða alveg óendanlega vel, hjartað fyllist af gleði og ég fer syngjandi inn í daginn!

Svo þakka ég líka fyrirfram fyrir allt hið góða sem kemur til mín þann daginn og yfir daginn sjálfan þakka ég oft fyrir í huganum fyrir það sem er gott í kring um mig. 

Ég finn að ef dagurinn er erfiður þá verður hann auðveldari ef ég einblíni á að þakka fyrir það sem er gott þá stundina.  Það einfaldlega léttist lundin örlítið og allt lítur aðeins betur út. Og þegar dagurinn er góður og ég einblíni á að þakka fyrir þá verður hann stórkostlegur!

– Til að opna hjartað og láta þér líða vel, þakkaðu fyrir.

– Til að laða meiri nægtir inn í þitt líf, þakkaðu fyrir það sem þú hefur.

– Til að lifa meira í núinu, þakkaðu fyrir það sem er þar í augnablikinu.

– Til að fyllast af gleði yfir undrum heimsins sem eru beint fyrir framan þig, þakkaðu fyrir.

– Til að auka þinn eigin kraft, styrk, orku,heilbrigði og sjálfsheilunarmátt, þakkaðu fyrir.

– OG ekki gleyma að þakka fyrir sjálfan þig og allt það magnaða sem þú ert!

Hér fyrir neðan eru tvö vídeó með Opruh Winfrey þar sem talað er um mátt þakklætisins.  Njótið vel!

[plulz_social_like width=“350″ send=“false“ font=“arial“ action=“like“ layout=“standard“ faces=“false“ ]

STREITA- Áhugavert nýtt viðhorf!

[plulz_social_like width=“350″ send=“false“ font=“arial“ action=“like“ layout=“standard“ faces=“false“ ]

an-angry-cartoon-businessman-10094885

Skemmtilegur og fróðlegur fyrirlestur á vídeó um streitu og ný viðhorf gagnvart henni sem gætu leitt til betri heilsu og vellíðunar!

[plulz_social_like width=“350″ send=“false“ font=“arial“ action=“like“ layout=“standard“ faces=“false“ ]

Merkileg saga og bók

[plulz_social_like width=“350″ send=“false“ font=“arial“ action=“like“ layout=“standard“ faces=“false“ ]

Þykir frásögn og saga þessarar konu verulega merkileg og viðtal við hana á Youtube hafði djúp áhrif á mig.  Hún hefur skrifað bók um reynslu sína sem heitir Dying to be me.

Hér er vídeó af fyrirlestri hennar á TED Talk sem veitir innsýn í hennar sögu.

[plulz_social_like width=“350″ send=“false“ font=“arial“ action=“like“ layout=“standard“ faces=“false“ ]

NÁMIÐ

Dr. Barbara Brennan  Dr. Barbara Brennan

Til að tengjast vefsíðu Barböru Brennan School of Healing smellið þá á myndina að ofan.

Barbara Brennan School of Healing var stofnaður 1982 og hefur nú starfað í ein 33 ár.  Brennan heilun er vandlega úthugsað og margreynt orkuheilunarkerfi.  Það er ennþá í þróun þar sem þekking og reynsla er sífellt að aukast.  Stöðugt er verið að gera rannsóknir og skoða hina ýmsu þætti orkukerfi mannsins og tengsl þess við umhverið.

Dr. Barbara Ann Brennan er stofnandi skólans.  Hún er eðlisfræðingur og fyrsta konan til að vinna fyrir Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA.  Dr. Brennan er ákaflega vísindalega þenkjandi og nálgast alla orku og heilunarvinnu á mjög praktískan hátt.  Hún er einnig doktor í Heimspeki og trúarbragðafræði.   Auk þess útskrifaðist hún frá The Institute of Core Energetics og er líka Senior Pathwork® Helper. 

hands_of_light_frontcover_large_5yvTgf29e5MbxOP

Barbara hefur skrifað tvær metsölubækur Hands of Light og Light Emerging sem eru viðurkennd grunnrit í heimi óhefðbundinna aðferða til að hjálpa fólki til betri heilsu. Báðar bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hands of light hefur verið þýdd á íslensku og heitir Hendur ljóssins.

Frá stofnun skólans árið 1982 hafa útskrifast yfir 2000 heilarar frá yfir 50 löndum.  Í dag er skólinn staðsettur á tveimur stöðum í heiminum.  Í Florida eru höfuðstöðvar skólans en hann er einnig starfræktur í Austurríki og hefur verið starfræktur í Japan. 

Það tekur 4 ár að læra Brennan Heilun og er aðeins hægt að læra hana í þessum skólum Barböru.  Á þessum tíma gera nemendur um 200 heilanir undir handleiðslu í vandlega uppbyggðu námi og er skólinn mjög krefjandi. 

Skólinn hefur starfað lengst í Florida, en þar er hægt að útskrifast með Bachelor of Science háskólagráðu auk hefðbundinnar diploma gráðu.  Auk þess er hægt að taka 2 ár í viðbót til að læra Brennan samtalsmeðferð og 3 árið til þess að öðlast kennararéttindi við Skólann.

Í þessum skóla er sýnt fram á hversu auðvelt og eðlilegt það er að hafa áhrif á orkusvið annarra. Við gerum það öll á hverjum degi í okkar daglegu samskiptum. Fagkunnátta felst að miklu leiti í því að hafa góða stjórn á eigin orkukerfi sem og að hafa góða stjórn á heilunartækni til þess að vinna með kúnnum.

Heilari þarf að þekkja og skilja grundavallaratriði og lögmál orkusviðsins, líffæra og lífeðlisfræði, hvernig maður getur stjórnað og haft áhrif á eigið orkusvið og haft samskipti við aðra á heilandi hátt.

Brennan heilun er samofið kerfi heilunartækni, eigin heilunar og persónulegs þroska. Í dag eru 5 Íslendingar útskrifaðir sem Brennan heilarar.

Hér fyrir neðan er hlekkur á heimasíðu skólans og myndbönd um skólann og Brennan heilun:

http://www.barbarabrennan.com/

[plulz_social_like width=“350″ send=“false“ font=“arial“ action=“like“ layout=“standard“ faces=“false“ ]